Innlent

Hafró verður skipt upp vegna breytinga á Stjórnarráðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verkefnum Hafrannsóknarstofnunar verður væntanlega skipt upp á milli tveggja ráðuneyta. Mynd/ Anton.
Verkefnum Hafrannsóknarstofnunar verður væntanlega skipt upp á milli tveggja ráðuneyta. Mynd/ Anton.
Hafrannsóknarstofnun verður skipt upp þegar sameinað atvinnuvegaráðuneyti tekur til starfa og umhverfisráðuneytið verður að umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Samkvæmt heimildum Vísis úr Stjórnarráðinu munu hafrannsóknir þá falla undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en ákvörðun um aflamark verður tekið í atvinnuvegaráðuneytinu.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt að miðað væri við það að ný ráðuneyti tækju til starfa snemma á árinu 2010 og samkvæmt heimildum Vísis er unnið að því að undirbúa þessar breytingar og að aðlaga Stjórnarráðið að þeim breytingum sem voru gerðar með reglugerð þann 18. september 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×