Innlent

Rösklega 40 ráðnir án auglýsinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjórn Íslands. Mynd/ Stjórnarráðið.
Ríkisstjórn Íslands. Mynd/ Stjórnarráðið.
Frá síðustu áramótum hafa 42 starfsmenn verið ráðnir til starfa í ráðuneytum án auglýsinga. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi.

Flestir, eða 10, hafa verið ráðnir í fjármálaráðuneytið, en 5 í forsætisráðuneytið, dómsmála- og mannréttindaráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið. Fjórir hafa verið ráðnir í menntamálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Tveir hafa verið ráðnir í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og utanríkisráðuneytið og einn hefur verið ráðinn í viðskipta- og efnahagsráðuneytið.

Einu ráðuneytin sem ekki hafa ráðið starfsfólk án auglýsingar eru heilbrigðisráðuneytið og umhverfisráðuneytið.

Heimilt er að ráða starfsmenn tímabundið í þjónustu ríkisins án auglýsingar, m.a. vegna afleysinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×