Íslenski boltinn

Sigmundur hættur í Þrótti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigmundur Kristjánsson í búningi KR leiktíðina 2007.
Sigmundur Kristjánsson í búningi KR leiktíðina 2007.
Sigmundur Kristjánsson, fyrirliði Þróttar, er hættur hjá félaginu þar sem hann ætlar að flytja til Danmerkur.

Sigmundur hefur hug á að fara í nám í Danmörku auk þess sem hann ætlar sér að spila með liði þar í landi, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Þróttar.

Sigmundur gekk til liðs við Þrótt frá KR fyrir síðustu leiktíð en hann er þó uppalinn Þróttari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×