Innlent

Morðingi játar - hugsanlega fleiri en eitt morðvopn notað

Húsnæðið þar sem ódæðið var framið.
Húsnæðið þar sem ódæðið var framið.

Bjarki Freyr Sigurgeirsson hefur játað að hafa orðið Braga Friðjónssyni að bana á Dalshrauni í Hafnarfirði á mánudagskvöldinu í síðustu viku.

Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.

Bjarki hefur játað að hafa veitt Braga höfuðáverka sem drógu hann til dauða. Morðið átti sér stað á heimili Bjarka í Hafnarfirði en hann leigði herbergi á Dalshrauni.

Samkvæmt lögreglunni er ekki mögulegt að gefa upp hvaða vopn var notað. Ekki er búið að útiloka að Bjarki hafi notað fleiri en eitt morðvopn. Samkvæmt heimildum vísis notaði Bjarki samlokugrill en svo virðist vera sem hann hafi einnig notað annað vopn.

Fórnalamb Bjarka var afar illa útleikið samkvæmt sjónarvotti sem kom fyrst á vettvang.

Bjarki er í gæsluvarðhaldi en það rennur út þann 1. september. Samkvæmt Friðriki Smára þá má reikna með að það verði óskað eftir framlengingu á grundvelli almannahagsmuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×