Segir svínarí með milligjafir á undanhaldi Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 26. ágúst 2009 10:57 Guffi bílasali lætur engan bilbug á sér finna, enda verið í faginu síðan 1969. Mynd/ Hari Síðastliðið haust fór að bera á auglýsingum þar sem bílar voru boðnir til sölu gegn yfirtöku á láni og peningum í kaupbæti. Upp frá því spruttu upp sögur af fólki sem vissi að það væri hvort eð var á leið í þrot og nýtti sér því slík kjör. Hirti peninginn og lét sig hverfa. „Þetta var stundað svolítið síðastliðið haust," segir Guðfinnur Halldórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali. Hann segir hinsvegar erfitt fyrir menn að svína með þessum hætti í dag þar sem kaupleigufyrirtækin eru ekki reiðubúin að flytja lán sem eru hátt yfir virði bílsins yfir á annað nafn án þess að fá nokkurt veð í staðinn. Guffi segir hinsvegar algengt að menn borgi niður lánin sjálfir svo hægt sé að selja bílana á gangvirði. „Ég seldi bíl í gær á um 900 þúsund en seljandinn hafði sjálfur borgað niður rúmar 300 þúsund krónur til að lækka lánið á bílnum svo hægt væri að selja hann. Sá peningur fór beint til kaupleigufyrirtækisins." Hann segir þetta þó vissulega hafa gerst. „Jú jú, þetta skeði hérna. Menn sem vissu að þeir voru að fara í gjaldþrot. Svo keyptu þeir bíla sem borgað var með, og skildu bíllyklana bara eftir á borðinu og gengu út með peninginn." Guffi segir að margir hafi farið fram úr sér í bílakaupum í góðærinu. „Hvaða heilvita maður sem er með milljón á mánuði fer og kaupir sér bíl á átta milljón króna láni? Svo er þetta fólk hissa að það lendi upp við vegg. Það hefði hvort sem er lent upp við vegg." Hann segir marga hreinlega hafa hagað sér „eins og fífl" í góðærinu. „Er einhver glóra að maður aki um á átta cylindra pikköpp trukk, með hjólhýsi í eftirdragi og fjórhjól á pallinum? Helgarferðin kostar ekki undir 80 þúsund kalli. Svo er fólk hissa á þessu." Guffi segist ekki hafa farið varhluta af vitleysunni sjálfur. „Ég keypti mér nýjan Merzedes Benz. Tók fjögurra milljón króna lán en hann er auðvitað kominn í átta milljónir. Ég ætla bara að láta kistuleggja mig í honum," segir Guffi. „Ég gerði mér auðvitað alltaf grein fyrir því að þetta væri síðasti bensinn sem ég myndi kaupa í lífinu." Hann segir umhverfi bílasala hafa gjörbreyst. „Það er allt búið að bakka um fjörutíu ár." Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Síðastliðið haust fór að bera á auglýsingum þar sem bílar voru boðnir til sölu gegn yfirtöku á láni og peningum í kaupbæti. Upp frá því spruttu upp sögur af fólki sem vissi að það væri hvort eð var á leið í þrot og nýtti sér því slík kjör. Hirti peninginn og lét sig hverfa. „Þetta var stundað svolítið síðastliðið haust," segir Guðfinnur Halldórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali. Hann segir hinsvegar erfitt fyrir menn að svína með þessum hætti í dag þar sem kaupleigufyrirtækin eru ekki reiðubúin að flytja lán sem eru hátt yfir virði bílsins yfir á annað nafn án þess að fá nokkurt veð í staðinn. Guffi segir hinsvegar algengt að menn borgi niður lánin sjálfir svo hægt sé að selja bílana á gangvirði. „Ég seldi bíl í gær á um 900 þúsund en seljandinn hafði sjálfur borgað niður rúmar 300 þúsund krónur til að lækka lánið á bílnum svo hægt væri að selja hann. Sá peningur fór beint til kaupleigufyrirtækisins." Hann segir þetta þó vissulega hafa gerst. „Jú jú, þetta skeði hérna. Menn sem vissu að þeir voru að fara í gjaldþrot. Svo keyptu þeir bíla sem borgað var með, og skildu bíllyklana bara eftir á borðinu og gengu út með peninginn." Guffi segir að margir hafi farið fram úr sér í bílakaupum í góðærinu. „Hvaða heilvita maður sem er með milljón á mánuði fer og kaupir sér bíl á átta milljón króna láni? Svo er þetta fólk hissa að það lendi upp við vegg. Það hefði hvort sem er lent upp við vegg." Hann segir marga hreinlega hafa hagað sér „eins og fífl" í góðærinu. „Er einhver glóra að maður aki um á átta cylindra pikköpp trukk, með hjólhýsi í eftirdragi og fjórhjól á pallinum? Helgarferðin kostar ekki undir 80 þúsund kalli. Svo er fólk hissa á þessu." Guffi segist ekki hafa farið varhluta af vitleysunni sjálfur. „Ég keypti mér nýjan Merzedes Benz. Tók fjögurra milljón króna lán en hann er auðvitað kominn í átta milljónir. Ég ætla bara að láta kistuleggja mig í honum," segir Guffi. „Ég gerði mér auðvitað alltaf grein fyrir því að þetta væri síðasti bensinn sem ég myndi kaupa í lífinu." Hann segir umhverfi bílasala hafa gjörbreyst. „Það er allt búið að bakka um fjörutíu ár."
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira