Seðlabankastjórarnir svara „fyrr en seinna“ Stígur Helgason og Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2009 06:30 Ingimundur Friðriksson Bankastjórar Seðlabankans ætla að svara Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra því „fyrr en seinna“ hvort þeir munu fara að tilmælum hennar um að víkja úr stjórn Seðlabankans, að sögn Ingimundar Friðrikssonar bankastjóra. Bankastjórarnir þrír funduðu um málið í gærkvöldi, en gáfu ekkert svar þótt frestur sem ráðherra gaf þeim til að svara hefði runnið út í gær. Það sem skýrir töfina, að sögn Ingimundar, er að Davíð Oddsson, formaður stjórnarinnar, hefur verið í vinnuferð í London og kom ekki til landsins fyrr en um fimmleytið í gær. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamann í Leifsstöð og svaraði stuttaralega „nei“ þegar hann var beðinn um viðtal. Hann hélt síðan til fundar við Ingimund og Eirík Guðnason, hina bankastjórana tvo, í gærkvöldi. „Við gerðum ráðuneytinu viðvart undir kvöld að svar kæmi ekki í kvöld [gærkvöld] og því var vel tekið þar,“ segir Ingimundur. Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki tjá Fréttablaðinu viðbrögð sín við ákvörðun bankastjóranna í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki rætt við hana beint, heldur barst tilkynning bankastjóranna til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þeir munu ekki hafa farið fram á lengri frest til að svara, einungis tilkynnt að svar myndi ekki berast í tíma. Spurður hvenær svars er að vænta segir Ingimundur: „Ég get ekki sagt um það. Það verður fyrr en seinna.“ Hann segist heldur ekkert geta sagt um það hvort niðurstaða náðist um málið á fundi þeirra. „Ráðherranum verða kynnt viðbrögðin fyrst,“ segir hann. Í frumvarpinu um Seðlabankann, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi og verður tekið til umræðu í dag, er kveðið á um að forsætisráðherra skipi seðlabankastjóra til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Seðlabankastjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á peningamálum. Ekki er heimilt að skipa sama mann seðlabankastjóra oftar en tvisvar sinnum. Forfallist hinsvegar seðlabankastjóri getur forsætisráðherra sett annan mann tímabundið í embættið. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Bankastjórar Seðlabankans ætla að svara Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra því „fyrr en seinna“ hvort þeir munu fara að tilmælum hennar um að víkja úr stjórn Seðlabankans, að sögn Ingimundar Friðrikssonar bankastjóra. Bankastjórarnir þrír funduðu um málið í gærkvöldi, en gáfu ekkert svar þótt frestur sem ráðherra gaf þeim til að svara hefði runnið út í gær. Það sem skýrir töfina, að sögn Ingimundar, er að Davíð Oddsson, formaður stjórnarinnar, hefur verið í vinnuferð í London og kom ekki til landsins fyrr en um fimmleytið í gær. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamann í Leifsstöð og svaraði stuttaralega „nei“ þegar hann var beðinn um viðtal. Hann hélt síðan til fundar við Ingimund og Eirík Guðnason, hina bankastjórana tvo, í gærkvöldi. „Við gerðum ráðuneytinu viðvart undir kvöld að svar kæmi ekki í kvöld [gærkvöld] og því var vel tekið þar,“ segir Ingimundur. Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki tjá Fréttablaðinu viðbrögð sín við ákvörðun bankastjóranna í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki rætt við hana beint, heldur barst tilkynning bankastjóranna til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þeir munu ekki hafa farið fram á lengri frest til að svara, einungis tilkynnt að svar myndi ekki berast í tíma. Spurður hvenær svars er að vænta segir Ingimundur: „Ég get ekki sagt um það. Það verður fyrr en seinna.“ Hann segist heldur ekkert geta sagt um það hvort niðurstaða náðist um málið á fundi þeirra. „Ráðherranum verða kynnt viðbrögðin fyrst,“ segir hann. Í frumvarpinu um Seðlabankann, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi og verður tekið til umræðu í dag, er kveðið á um að forsætisráðherra skipi seðlabankastjóra til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Seðlabankastjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á peningamálum. Ekki er heimilt að skipa sama mann seðlabankastjóra oftar en tvisvar sinnum. Forfallist hinsvegar seðlabankastjóri getur forsætisráðherra sett annan mann tímabundið í embættið.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira