Seðlabankastjórarnir svara „fyrr en seinna“ Stígur Helgason og Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2009 06:30 Ingimundur Friðriksson Bankastjórar Seðlabankans ætla að svara Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra því „fyrr en seinna“ hvort þeir munu fara að tilmælum hennar um að víkja úr stjórn Seðlabankans, að sögn Ingimundar Friðrikssonar bankastjóra. Bankastjórarnir þrír funduðu um málið í gærkvöldi, en gáfu ekkert svar þótt frestur sem ráðherra gaf þeim til að svara hefði runnið út í gær. Það sem skýrir töfina, að sögn Ingimundar, er að Davíð Oddsson, formaður stjórnarinnar, hefur verið í vinnuferð í London og kom ekki til landsins fyrr en um fimmleytið í gær. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamann í Leifsstöð og svaraði stuttaralega „nei“ þegar hann var beðinn um viðtal. Hann hélt síðan til fundar við Ingimund og Eirík Guðnason, hina bankastjórana tvo, í gærkvöldi. „Við gerðum ráðuneytinu viðvart undir kvöld að svar kæmi ekki í kvöld [gærkvöld] og því var vel tekið þar,“ segir Ingimundur. Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki tjá Fréttablaðinu viðbrögð sín við ákvörðun bankastjóranna í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki rætt við hana beint, heldur barst tilkynning bankastjóranna til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þeir munu ekki hafa farið fram á lengri frest til að svara, einungis tilkynnt að svar myndi ekki berast í tíma. Spurður hvenær svars er að vænta segir Ingimundur: „Ég get ekki sagt um það. Það verður fyrr en seinna.“ Hann segist heldur ekkert geta sagt um það hvort niðurstaða náðist um málið á fundi þeirra. „Ráðherranum verða kynnt viðbrögðin fyrst,“ segir hann. Í frumvarpinu um Seðlabankann, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi og verður tekið til umræðu í dag, er kveðið á um að forsætisráðherra skipi seðlabankastjóra til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Seðlabankastjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á peningamálum. Ekki er heimilt að skipa sama mann seðlabankastjóra oftar en tvisvar sinnum. Forfallist hinsvegar seðlabankastjóri getur forsætisráðherra sett annan mann tímabundið í embættið. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Bankastjórar Seðlabankans ætla að svara Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra því „fyrr en seinna“ hvort þeir munu fara að tilmælum hennar um að víkja úr stjórn Seðlabankans, að sögn Ingimundar Friðrikssonar bankastjóra. Bankastjórarnir þrír funduðu um málið í gærkvöldi, en gáfu ekkert svar þótt frestur sem ráðherra gaf þeim til að svara hefði runnið út í gær. Það sem skýrir töfina, að sögn Ingimundar, er að Davíð Oddsson, formaður stjórnarinnar, hefur verið í vinnuferð í London og kom ekki til landsins fyrr en um fimmleytið í gær. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamann í Leifsstöð og svaraði stuttaralega „nei“ þegar hann var beðinn um viðtal. Hann hélt síðan til fundar við Ingimund og Eirík Guðnason, hina bankastjórana tvo, í gærkvöldi. „Við gerðum ráðuneytinu viðvart undir kvöld að svar kæmi ekki í kvöld [gærkvöld] og því var vel tekið þar,“ segir Ingimundur. Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki tjá Fréttablaðinu viðbrögð sín við ákvörðun bankastjóranna í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki rætt við hana beint, heldur barst tilkynning bankastjóranna til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þeir munu ekki hafa farið fram á lengri frest til að svara, einungis tilkynnt að svar myndi ekki berast í tíma. Spurður hvenær svars er að vænta segir Ingimundur: „Ég get ekki sagt um það. Það verður fyrr en seinna.“ Hann segist heldur ekkert geta sagt um það hvort niðurstaða náðist um málið á fundi þeirra. „Ráðherranum verða kynnt viðbrögðin fyrst,“ segir hann. Í frumvarpinu um Seðlabankann, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi og verður tekið til umræðu í dag, er kveðið á um að forsætisráðherra skipi seðlabankastjóra til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Seðlabankastjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á peningamálum. Ekki er heimilt að skipa sama mann seðlabankastjóra oftar en tvisvar sinnum. Forfallist hinsvegar seðlabankastjóri getur forsætisráðherra sett annan mann tímabundið í embættið.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira