Lífið

Símaperri áreitir kúnna Adams og Evu

Aðdáendur áreittir Óprúttinn aðili hefur stundað að áreita aðdáendur Adam og Evu á Facebook en verslunin selur hjálpartæki fyrir ástarlífið. Þorvaldur Steinþórsson segir málið litið alvarlegum augum og að það verði kært til lögreglu í dag eða á morgun. Milli átta og níu manns hafa lent í umræddum símaperra.
Aðdáendur áreittir Óprúttinn aðili hefur stundað að áreita aðdáendur Adam og Evu á Facebook en verslunin selur hjálpartæki fyrir ástarlífið. Þorvaldur Steinþórsson segir málið litið alvarlegum augum og að það verði kært til lögreglu í dag eða á morgun. Milli átta og níu manns hafa lent í umræddum símaperra.

„Trúnaður við viðskiptavini okkar er sterkasta vopnið og því er þetta litið mjög alvarlegum augum. Við erum eiginlega alveg brjáluð yfir þessu,“ segir Þorvaldur Steinþórsson, eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu.

Einhver óprúttinn hefur að undanförnu nýtt sér aðdáendasíðu verslunarinnar á Facebook, hringt í útvalda og spurt þá óviðurkvæmilegra spurninga sem tengjast áhuga á annaðhvort undirfötum, búningum eða hjálpartækjum ástarlífsins.

Að sögn Þorvaldar höfðu þau fyrst spurnir af málinu þegar nokkrir vinir höfðu samband við verslunina og sögðust hafa fengið undarlegt símtal frá einhverjum sem sagðist hringja á vegum Adams og Evu, hann væri að gera símakönnun og vildi fá einhverjar upplýsingar.

„Fyrir það fyrsta myndum við náttúrlega aldrei gera símakönnun. Við settum strax fréttatilkynningu á Facebook um að við værum alls ekki að gera símakönnun og höfum fengið upplýsingar um fólk sem hafa sömu sögu að segja. Þetta virðist því vera ansi víðtækt því viðkomandi þarf að hafa aðgang að Facebook-síðunni, leita fólkið uppi á simaskra.is og standa svo í því að hringja,“ segir Þorvaldur,

Hann segir þetta flokkast sem kynferðislega áreitni og misnotkun á þeirra vörumerki en málið verði kært til lögreglu í dag eða á morgun.

„Við erum að safna saman upplýsingum og ef fólk hefur lent í þessum náunga getur það sent okkur póst á postur@adamogeva.is og þar þarf einungis að koma fram hvenær var hringt og í hvaða síma.“

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.