Innlent

Borgarafundur um St. Jósefsspítala

St. Jósefspítali í Hafnarfirði.
St. Jósefspítali í Hafnarfirði.

Áhugamannahópur um framtíð St. Jósefsspítala hefur ákveðið að boða til borgarafundar í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði á laugardaginn. Hópurinn væntir þess að Guðlaugur Þór Þórðarsson, heilbrigðisráðherra, sjái sér fært að mæta. Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, mun setja fundinn.

Ræðumenn verða Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Ragnhildur Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Almar Grímsson bæjarfulltrúi og Kristín Gunnbjörnsdóttir formaður Bandalags kvenna í Hafnararfiði.

,,Stöndum vörð um starfsemi St.Jósefsspítala og framtíð Heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði og fjölmennum á fundinn," segir í tilkynningu frá áhugamannahópnum.

Fundurinn hefst klukkan 14.


Tengdar fréttir

St. Jósefsspítali lagður niður

St. Jósefsspítali verður lagður niður og megnið af starfsemi hans flutt til Keflavíkur. Meltingarsjúkdómadeild verður flutt á Landsspítala. Starfsmönnum var tilkynnt þetta á fundi fyrr í dag.

St. Jósefsspítali lagður niður í núverandi mynd

Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, segir að áætlanir geri ráð fyrir að á St. Jósefsspítala verði rekin öldrunarþjónusta og starfsemi hans flutt á Landsspítalann og til Keflavíkur þar sem aðstæður eru betri. Orðrómur hefur verið uppi um að að breyta eigi spítalanum í núverandi mynd í öldrunarstofnun. Á spítalanum eru framkvæmdar á ári hverju fjöldi skurðaðgerða og eru hátt í 1000 manns á biðlista eftir að komast að á spítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×