Innlent

Bifreið stolið af móður fatlaðs drengs

Bifreið af sömu tegund og þeirri sem var stolið.
Bifreið af sömu tegund og þeirri sem var stolið.

Grárri Mazda CX9 bifreið var stolið fyrir utan Hverfisgötu 4-6 á milli klukkan 19 og 22 í kvöld. Um er að ræða gráan jeppling. Sigríður Kristjánsdóttir eigandi bílsins segir að fáir slíkir bílar séu á götunni vegna þess að þeir séu innfluttir af eigendum. „Þessi bíll er sérhannaður fyrir fatlaðan son minn og er þess vegna mikils virði fyrir mig," segir Sigríður. Hún biður þá sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niður kominn að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×