Íslenski boltinn

Geir fær ekki mótframboð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.

Geir Þorsteinsson gefur kost á sér til endurkjörs í formannsembætti KSÍ. Hann var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 61. ársþingi KSÍ í febrúar 2007.

Ársþing KSÍ 2009 fer fram 14. febrúar næstkomandi en engin mótframboð bárust í formannsembættið.

Tveir nýir aðilar bjóða sig fram í aðalstjórn KSÍ en það eru Gylfi Þór Orrason, fyrrum knattspyrnudómari, og Róbert Agnarsson, fyrrum formaður Víkings.

Nánar má lesa um kosningarnar á ársþinginu með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×