Erlent

Enn ríkir óvissa á Madagaskar

Andry Rajoelina, leiðtogi stjórnarandstöðunnar tók við völdum eftir að Marc Ravalomanana hrökklaðist frá.
Andry Rajoelina, leiðtogi stjórnarandstöðunnar tók við völdum eftir að Marc Ravalomanana hrökklaðist frá. MYND/AP
Stuðningsmenn fyrrum forseta Madagaskar hafa dregið sig út úr viðræðum sem ætlað var að binda enda á hina miklu pólitísku óvissu sem verið hefur í landinu undanfarin misseri.

Marc Ravalomanana, forseti Madagaskar, lét af völdum um miðjan síðasta mánuð. Áður hafði her landsins lagt undir sig forsetahöllina eftir margra vikna mótmæli stjórnarandstæðinga sem kröfðust afsagnar forsetans vegna ásakana um spillingu.

Andry Rajoelina, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tók við völdum. Hann hefur boðar þing- og forsetakosninga innan tveggja ára og stofnun nýs lýðveldis.

Talsmaður stuðningsmanna Ravalomanana segir að fulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem ætlað var að miðla málum hafi ekki verið hlutlaus.

Á fjölmörgum fjöldasamkundum hefur þess verið krafist að Ravalomanana taki við að nýju sem forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×