Erlent

Ætla að funda í Vatíkaninu

Benedikt Páll páfi og Barack Obama Bandaríkjaforseti hittast á fundi 10. næsta mánaðar.

Páfinn hefur brugðið út af venjum sínum og samþykkt að hitta forsetann síðdegis. Venjulegur fundartími er um hádegi. Þykir það sýna áhuga páfans á að hitta forsetann. Vatíkanið hefur sýnt Obama áhuga þrátt fyrir að hann sé fylgjandi fóstureyðingum og stofnfrumurannsóknum.

Fundurinn á að eiga sér stað í lok dvalar Obama á Ítalíu vegna fundar G8-ríkjanna. Að honum loknum fer Obama til Gana. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×