Innlent

TÝR á leið til hafnar með mennina

Einn þeirra sem handtekinn var fyrir austan í gær á leið fyrir dómara.
Einn þeirra sem handtekinn var fyrir austan í gær á leið fyrir dómara. MYND/Valli

Mennirnir þrír sem taknir voru um borð í skútunni sem notuð var í stærsta fíkniefnasmygli sögunnar í gær eru enn um borð í varðskipinu TÝ. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að skipið fari hægt yfir þar sem skútan er með í togi. Hann segir óljóst hvenær von sé á skipinu til hafnar en sennilega verði það ekki fyrr en seint í kvöld.

Sex hafa þá verið handteknir grunaðir um aðild að málinu. Þrír voru handteknir síðdegis í gær á Höfn í Hornafirði og á Djúpavogi eftir að hafa sótt efnin um borð í skútu við Papey. Varðskip elti skútuna síðan uppi og um klukkan hálfellefu í gærkvöldi var hún stöðvuð mitt á milli Íslands og Hjaltlandseyja og mennirnir þrír um borð handteknir.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega hundrað kíló, sennilega nær 150 kílóum, af amfetamíni eða kókaíni og því um stærsta fíkniefnamál íslandssögunnar að ræða og hleypur götuvirði efnanna á hundruðum milljóna króna. Lögregla hafði fylgst með mönnunum í talsverðan tíma og tóku vel yfir 100 manns þátt í aðgerðum á Austurlandi í gær en um var að ræða sameiginlega aðgerð Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Eskifirði og Sérsveitar Ríkislögreglustjóra auk þess sem Tollgæslan kom að málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×