Lífið

Portman elskar rapp

Rapparinn Ghostface Killah tileinkar leikkonunni Natalie Portman lag á nýjustu plötu sinni. Rapparinn sá viðtal við hana og ákvað að kinka til hennar kolli með þessum hætti.

„Ég las viðtal við hana þar sem hún sagðist vera hrifin af grófri rapptónlist. Og ég sá strax að hún myndi hrífast af því sem ég er með á plötunni minni," segir Wu-Tang Clan-rapparinn.

Portman, sem er ættuð frá Ísrael, segir að hún sé á þeim stað í lífi sínu að hún njóti rapptónlistar. „Ég bara dýrka hana," segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.