Lífið

Opnunarpartý - myndir

„Þetta eru fjórtán myndir, allar prentaðar á striga. Já ég er búin að selja eitthvað," svarar Ólöf Erla aðspurð um myndirnar á sýningunni sem er opin almenningi til 11. október.
„Þetta eru fjórtán myndir, allar prentaðar á striga. Já ég er búin að selja eitthvað," svarar Ólöf Erla aðspurð um myndirnar á sýningunni sem er opin almenningi til 11. október.

„Þetta eru ljósmyndir sem ég tek. Bara hráar. Svo klippi ég þær út og vinn bakgrunninn og öll element þar til ég er sátt við söguna sem ég er að segja þannig að þetta verði ævintýralegt," svarar Ólöf Erla Einarsdóttir grafískur hönnuður sem opnaði ljósmyndasýningu á neðri hæð í Gerðubergi í Breiðholti í gær.

Björn Emilsson leikstjóri Spaugstofunnar, Selma Rut Þorsteinsdóttir, Ólöf Erla og Jóhanna Svala Rafnsdóttir.

„Ég er menntaður grafískur hönnuður úr Listaháskólanum árið 2002 en er amatör ljósmyndari," segir hún.

 

 

„Ég er komin með alls konar bakgrunn og hef ferðast um landið og myndað. Svo set ég vini og vinkonur í hlutverkin. Annars starfa ég hjá RÚV. Ég vinn í grafíkinni í sjónvarpinu. Þá í sjónvarpsþáttunum og auglýsingunum."





Listamaðurinn og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leikkona.

Á bleiku skýi eftir opnunarpartý

„Vinir og vandamenn komu og fullt af alls konar fólki frá Rúv. Ég sendi fullt af boðskortum. Ég er í skýjunum. Ég svíf bara um á bleiku skýi í dag en er að reyna að vinna."

„Svo ætla ég að hlaupa í fyrsta skipti tíu kílómetra maraþon á morgun. Ég ákvað að stefna á það í fyrra og á morgun þegar ég kem í mark þá er markmiðinu náð," segir Ólöf sem hefur æft fyrir maraþonið síðastliðið ár.

Heimasíða Ólafar Erlu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.