Íslenski boltinn

Kristján í Gróttu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hilmar Steinar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, og Kristján Finnbogason.
Hilmar Steinar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, og Kristján Finnbogason. Mynd/Heimasíða Gróttu
Kristján Finnbogason markvörður hefur gengið til liðs við 2. deildarliðs Gróttu og verður einnig markvarðaþjálfari liðsins.

Kristján á að baki langan knattspyrnuferil þar sem hann hefur bæði leikið með KR og ÍA hér á landi en hann lék einnig sem atvinnumaður í Skotlandi og Belgíu.

Kristján lék síðast með KR en samningur hans við félagið var útrunninn.

Þetta er staðfest á heimasíðu Gróttu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×