Lífið

Hræddur við aðdáendurna

Átrúnaðargoð ungra stúlkna Robert Pattison sló í gegn sem vampíran Edward í kvikmyndinni Twilight.
Átrúnaðargoð ungra stúlkna Robert Pattison sló í gegn sem vampíran Edward í kvikmyndinni Twilight.

Breski leikarinn Robert Pattison er víst búinn að fá sig fullsaddan af ágangi aðdáenda í New York. Pattison, sem sló í gegn sem vampíran Edward Cullen í kvikmyndinni Twilight, er hundeltur af kvenkyns aðdáendum sínum hvert sem hann fer.

„Honum finnst þetta yfirþyrmandi, þetta hræðir hann. Hann er alls ekki vanur því að stúlkur grípi í hann hvert sem hann fer því aðdáendur hans í London haga sér ekki þannig. Stúlkurnar hreinlega flaðra upp um hann og honum finnst það pínlegt. Hann þarf að flytja sig oft og reglulega á milli hótela svo að ekki komist upp hvar hann búi og lífverðir hans hafa bannað honum að horfa beint framan í stúlkurnar þar sem það getur orkað hvetjandi á þær," var haft eftir heimildarmanni.

Af þessu að dæma er það ekki tekið út með sældinni að vera kvikmyndastjarna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.