Fótbolti

HM 2010: Heimamenn stoltir en svartsýnir

Nýleg könnun sýnir fram á að Suður-Afríkubúar óttast að umstangið í kring um HM í knattspyrnu þar í landi á næsta ári muni hafa neikvæð áhrif.

Könnunin var unnin af Alþjóða knattspyrnusambandinu og í henni kemur fram að 58% heimamanna sem svöruðu óttast verðlagshækkanir í kjölfar keppninnar og 53% óttast umferðartafir og aukna glæpatíðni.

Þrátt fyrir þessar áhyggjur fólks af vandamálum í kjölfar keppninnar sýndi könnunin fram á að 88% aðspurðra eru stoltir af því að Suður-Afríka skuli vera fyrsta Afríkuþjóðin til að halda HM í knattspyrnu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×