Lífið

Logi Geirs og Bjöggi láta gott af sér leiða

Gefa treyju Silfurhetjurnar Logi Geirsson og Björgvin Páll ætla að gefa Alexöndru Líf, níu ára stelpu sem berst við MDS-krabbamein, áritaða Silver-treyju auk þess sem þeir hafa keypt tíu miða á styrktartónleika hennar.
Gefa treyju Silfurhetjurnar Logi Geirsson og Björgvin Páll ætla að gefa Alexöndru Líf, níu ára stelpu sem berst við MDS-krabbamein, áritaða Silver-treyju auk þess sem þeir hafa keypt tíu miða á styrktartónleika hennar.

„Ég rakst á frétt á netinu um Alexöndru Líf og hún snerti mig mjög mikið. Þetta er fjölskylda sem hefur þurft að þola ansi mikið og þarf á stuðningi að halda," segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta og ein af silfurhetjunum. Hann og Logi Geirsson hafa ákveðið að gefa Alexöndru Líf áritaða Silver-landsliðstreyju með áritunum frá öllum leikmönnum handboltalandsliðsins. Þá hafa þeir keypt tíu miða á styrktartónleika Alexöndru.

Saga Alexöndru og foreldra hennar snerti flesta sem hana lásu í fjölmiðlum fyrir skemmstu. Alexandra greindist með hvítblæði aðeins fimm ára gömul árið 2005. Þegar Alexandra var í miðri baráttunni við krabbameinið dundi annað áfall yfir fjölskylduna þegar bróðir Alexöndru, Kristófer Birgir, drukknaði aðeins þriggja ára gamall. Alexandra hafði rétt sigrast á hvítblæðinu þegar í ljós kom að hún væri með svokallað MDS-krabbamein sem krefst beinmergsskipta og verður Alexandra því að liggja á sjúkrahúsi allan sólarhringinn. Foreldrarnir skiptast á að vera með henni en þeir eiga einnig þrjú önnur börn, Ronju, Kristjönu og Benjamín.

Björgvin segir að hann vonist til að sem flestir sjái sér fært að leggja sitt af mörkum. Þeir sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni er bent á styrktarreikninginn 0537-14-403800, kt. 160663 - 2949. Styrktartónleikarnir verða þann 14. september í Háskólabíói. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.