Erlent

Forseti Georgíu bregst við mótmælum

Mikael Sjakasvílí, forseti Georgíu, vill funda með stjórnarandstöðunni.
Mikael Sjakasvílí, forseti Georgíu, vill funda með stjórnarandstöðunni.
Mikael Sjakasvílí, forseti Georgíu, hefur óskað eftir fundi með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í landinu. Fjölmenn mótmæli gegn forsetanum héldu áfram í höfuðborginni Tíblísí í gær, annan daginn í röð. Krafist er afsagnar Sjakasvílís vegna einræðistilburða. Hann er einnig gagnrýndur fyrir að hafa leitt þjóðina í styrjöld við Rússa í fyrra með hörmulegum afleiðingum. Sjakasvílís segist vilja ræða við mótmælendur en hann ætli ekki að segja af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×