Lífið

Sýndu sumartísku næsta árs

Hönnuðirnir Matthildur Halldórsdóttir, Erna Steina Guðmundsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir og Kristín Hrafnkellsdóttir, en þær þrjár fyrrnefndu eru eigendur ELM Design. 
 Fréttablaðið/Anton
Hönnuðirnir Matthildur Halldórsdóttir, Erna Steina Guðmundsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir og Kristín Hrafnkellsdóttir, en þær þrjár fyrrnefndu eru eigendur ELM Design. Fréttablaðið/Anton

Hönnunarfyrirtækið ELM Design frumsýndi nýja vor- og sumarlínu fyrir árið 2010 í síðustu viku. Hönnunarfyrirtækið ELM Design, sem hefur verið starfrækt í tíu ár, hélt á dögunum sérstaka frumsýningu á nýrri vor- og sumarlínu fyrir árið 2010. Sama lína verður sýnd á tískuvikunni í París í september.

Af myndunum að dæma voru gestir afar ánægðir með það sem koma skal.

-sm

Ánægðir gestir Sigurbjörg Gröndal og Gestur Bárðason voru hrifin af sumartísku næsta árs.
Snemma beygist krókurinn Íris Ólafsdóttir og Tómas Gestsson mættu með unga dóttur sína, Ernu.


Létt og leikandi Hönnun ELM Design hefur vakið mikla athygli víða um heim, enda eru flíkurnar sérstaklega fallegar.
Hvít og sumarleg Að sögn hönnuða ELM verða grænir, gulir og hvítir tónar ríkjandi næsta sumar. Fyrirsætan klæðist hér fallegri hvítri flík.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.