Lífið

Óperur á Akureyri

Tónlist Alexandra Chernyshova, listrænn stjórnandi og óperusöngkona.
Mynd Ópera Skagafjarðar/Jón Hilmarsson
Tónlist Alexandra Chernyshova, listrænn stjórnandi og óperusöngkona. Mynd Ópera Skagafjarðar/Jón Hilmarsson

Alexandra Chernyshova stendur í ströngu sem fyrr. Um helgina frumsýnir hún tvo óperuþætti í leikhúsinu á Akureyri og verða tvær sýningar nyrðra og hefjast báðar kl. 15 á laugardag og sunnudag. Alexandra er sem kunnugt er listrænn stjórnandi og aðaldriffjöður Óperu Skagafjarðar þar sem hún starfar sem kennari. Þessi menntaða söngkona hefur þar drifið upp tónlistarstarf og á Ópera Skagafjarðar nú tvær stórar uppfærslur að baki: La Traviata og Rigoletto.

Verkin sem verða sýnd á Akureyri eru Síminn eftir Menotti, sem hún flytur ásamt Michael Jóni Clark og Biðin eftir Mikael Tariverdiev frá 1986 og er þetta frumflutningur hennar hér á landi. Leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal, en undirleik annast Daniel Þorsteinsson.

Sýningar á óperuþáttunum verða í Iðnó í Reykjavík 4. og 5. september og í Miðgarði í Skagafirði, stórendurbættum, þann 19. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.