Lífið

Dansvæn safnplata

simon latham Latham rekur útgáfufyrirtækið Icelands Airport Route sem er í Reykjanesbæ.mynd/ellert
simon latham Latham rekur útgáfufyrirtækið Icelands Airport Route sem er í Reykjanesbæ.mynd/ellert

Útgáfufyrirtækið Icelands Airport Route hefur gefið út safnplötuna Audio 101: Reykjavik sem hefur að geyma danstónlist úr ýmsum áttum.

Á meðal flytjenda á plötunni eru Yagya, Plugg"d, Exos og Oculus & Trix. Simon Latham, sem var í bresku danssveitinni Soundsation á tíunda áratugnum, safnaði lögunum saman, en hann rekur einmitt Icelands Airport Route í Reykjanesbæ.

Hann hefur áður endurhljóðblandað lög með Birgittu Haukdal og Hafdísi Huld. Útgáfupartí til að fagna plötunni verður haldið á skemmtistaðnum Club 101 á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.