Lífið

Átján bætast við Airwaves

Norska hljómsveitin er ein þeirra sem hafa staðfest komu sína á Iceland Airwaves.
Norska hljómsveitin er ein þeirra sem hafa staðfest komu sína á Iceland Airwaves.
Átján nýjar erlendar hljómsveitir hafa staðfest komu sína á Iceland Airwaves-hátíðina sem verður haldin 14. til 18. október.

Þeirra á meðal er Kings of Convenience frá Noregi með Erlend Øye úr sveitinni The Whitest Boy Alive innanborðs, The Drums frá New York, elektrótríóið Jessica 6 frá Bandaríkjunum og breska hljómsveitin Black Cherry. Einnig ætla Danirnir Trentemöller og Kasper Bjørke að þeyta skífum. Áður höfðu staðfest komu sína Casiokids frá Noregi, Metronomy frá Bretlandi og fleiri flytjendur.

Fyrir skömmu rann út umsóknarfrestur á hátíðina fyrir íslenska tónlistarmenn og bárust hátt í þrjú hundruð umsóknir, sem er það mesta til þessa. Þar að auki sóttu um fimm hundruð erlend bönd um að koma fram á Airwaves og samanlagt eru umsóknirnar því um átta hundruð talsins.

Aðstandendur Iceland Airwaves standa núna í ströngu við að fara yfir umsóknirnar og verður tilkynnt nánar á næstu dögum hverjir hafa verið valdir til að spila. Hátíðin rúmar aðeins um 160 hljómsveitir og því komast færri að en vilja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.