Lífið

Opnunartónleikar í ömmunni

Leggja upp laupana Gísli og Heiða Dóra slá tvær flugur í einu höggi og sameina lokunar- og opnunarteiti í versluninni Sexy Grandma.
fréttablaðið/gva
Leggja upp laupana Gísli og Heiða Dóra slá tvær flugur í einu höggi og sameina lokunar- og opnunarteiti í versluninni Sexy Grandma. fréttablaðið/gva

Opnunartónleikar Melodica Acoustic Festival fara fram í versluninni Sexy Grandma í dag. Tónleikarnir verða jafnframt lokatónleikar því verslunin leggur upp laupana á morgun.

„Sexy Grandma er verslun sem selur íslenska hönnun, bæði okkar eigin hönnun og annarra. Búðin var hálfgert sumarverkefni hjá mér og kærustu minni, Heiðu Dóru Jónsdóttur. Við höfðum áhyggjur af því að fá enga vinnu yfir sumarið og datt í hug að opna verslun. Við fórum að skoða málið af alvöru og fundum svo húsnæði sem hentaði vel og nokkrum dögum síðar vorum við búin að opna þessa búð. Þetta var allt gert af mikilli hvatvísi,“ segir Gísli Eyland sem rekur verslunina ásamt kærustu sinni.

Líkt og áður hefur komið fram fara opnunartónleikar Melodica Acoustic Festival fram í Sexy Grandma og er það fyrir tilstuðlan Svavars Knúts, skipuleggjanda hátíðarinnar.

„Svavar Knútur er góðvinur búðarinnar, ef svo má að orði komast. Heiða Dóra er líka búin að vera að syngja og á meðal annars lag á disknum Trúbatrixur. Annars var þetta bara hugmynd sem Svavar Knútur kom með, okkur fannst sniðugt að slá tvær flugur í einu höggi og sameina loka- og opnunartónleika.“ segir Gísli.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 í dag og er aðgangur ókeypis. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.