Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að endurgera ævintýrakvikmyndina Excalibur frá árinu 1981.
Bryan Singer verður framleiðandi og hugsanlega leikstjóri. Excalibur fjallar um leitina að hinum heilaga kaleik til að bjarga lífi Arthúrs konungs.
Í myndinni koma við sögu sverðið Excalibur, riddarar hringborðsins og galdramaðurinn Merlín. John Boorman leikstýrði fyrstu myndinni.