Tímaritið Billboard hefur valið Beyoncé Knowles konu ársins og verður hún heiðruð við hátíðlega athöfn í New York 2. október næstkomandi.
Ritstjóri blaðsins, Bill Werde, segir Beyoncé vera margfaldan platínulistamann og fjölhæfa konu sem hafi veitt bæði popptónlistarbransanum og -konum úti um allan heim innblástur með tónlist sinni, dansi, stíl og vinnu að mannúðarmálum.