Innlent

Sjálfboðaliðar fegra Hverfisgötu

hverfisgatan Um fjörutíu manna hópur sjálfboðaliða vinnur að endurbótum á Hverfisgötunni, bæði að innan og utan. Öll vinnan er unnin af sjálfboðaliðunum, jafnvel teiknivinnan. 
fréttablaðið/arnþór
hverfisgatan Um fjörutíu manna hópur sjálfboðaliða vinnur að endurbótum á Hverfisgötunni, bæði að innan og utan. Öll vinnan er unnin af sjálfboðaliðunum, jafnvel teiknivinnan. fréttablaðið/arnþór

Um fjörutíu manna hópur sjálfboðaliða vinnur þessa dagana að því að taka húsin við Hverfisgötu 88 í gegn, að innan sem utan. Það eru samtökin Veraldarvinir sem hafa tekið húsin, sem eru þrjú talsins, á leigu og standsetja þau nú.

„Við erum að blása lífi í þennan part götunnar,“ segir Þórarinn Ívarsson hjá Veraldarvinum. „Við munum nýta þetta undir okkar sjálfboðaliða en við erum að taka á móti um það bil 900 sjálfboðaliðum á ári.“

Sjálfboðaliðarnir koma víðs vegar að úr heiminum til þess að starfa að umhverfismálum með samtökunum. Þeir eru frá tveimur vikum og upp á hálft ár á landinu, frá mars og fram í október. „Þegar þeir fara ætlum við að opna húsin fyrir ungu fólki sem vill kynna sér umhverfisvernd. Eins verðum við með opnar smiðjur, bæði listasmiðjur og annað. Þetta verður opið fyrir unga Íslendinga.“

Áætlað er að halda áfram endurbótunum á Hverfisgötu í allt sumar. „Við klárum þessi hús og munum svo bara teygja okkur áfram í næstu hús og garða ef við mögulega getum.“

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×