Erlent

Myrti forseti Írans Michael Jackson?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Michael Jackson undir það síðasta. Samsæriskenningar um andlát hans eru mýmargar.
Michael Jackson undir það síðasta. Samsæriskenningar um andlát hans eru mýmargar.

Ótal samsæriskenningar um dauða Michaels Jackson fara nú sem eldur í sinu um netheima og virðast engin takmörk, eða að minnsta kosti lítil, fyrir því hvað fólki dettur í hug að hafi orðið poppgoðinu að aldurtila eða með hvaða hætti andlátið hafi borið að og hvers vegna.

Ein athyglisverðasta kenningin hlýtur að vera sú að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hafi myrt Jackson til að draga athyglina frá forsetakosningunum og óeirðunum í Íran. Sumir virðast trúa þessu hiklaust og benda á hve heppileg tímasetningin hafi verið fyrir Ahmadinejad.

Aðrir vilja meina að Jackson hafi sviðsett andlátið til að forðast ógnarháar skuldir en þær námu víst um 500 milljónum dollara. Þá eiga þrjú dauðsföll sem urðu á svipuðum tíma, Jackson, Farrah Fawcett og sjónvarpsstjarnan Ed McMahon, að hafa verið einhvers konar samantekin ráð hinna látnu en svo eru að lokum þeir sem gefa lítið fyrir þetta allt saman og eru þess fullvissir að Michael Jackson hafi dáið árið 2007 og staðgengill hermt eftir honum síðan. Þessi hópur bendir á að Jackson hafi verið óeðlilega hávaxinn síðustu tvö árin. Dæmi nú hver fyrir sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×