Fleiri í framboð hjá framsókn 31. janúar 2009 15:02 Hallur Magnússon Hallur Magnússon framkvæmdarstjóri Spesíu, ráðgjafafyrirtækis, hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum Framsóknarflokksins í öðru hvoru kjördæminu. Hann segir fjölmarga hafa komið til sín undanfarið og hvatt sig til þess að fara fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halli. Það er ljóst að mikið er að gerast hjá Framsóknarflokknum um þessar mundir. Magnús Stefánsson fyrrverandi ráðherra tilkynnti fyrr í dag að hann væri hættur í pólitík og þá tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson um framboð sitt í Norðvesturkjördæmi. Yfirlýsingu Halls má sjá hér fyrir neðan: „Framundan eru spennandi tímar í íslensku samfélagi. Krafa þjóðarinnar um breytingar og beinna lýðræði er áberandi. Það er í anda þess sem ég hef lagt áherslu á í gegnum tíðina. Ég hef tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins í rúman aldarfjórðung. Grundvallarhugsjónir og stefna Framsóknarflokksins hafa gegnum tíðina fallið að hugmyndafræði minni. Ég hef hins vegar alla tíð gagnrýnt það sem mér hefur fundist ámælisvert í framkvæmd grundvallarstefnu Framsóknarflokksins og barist fyrir hugsjónum mínum og hugmyndum um betra samfélag. Á sögulegu flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í þessum mánuði var nýtt upphaf markað og nýjar línur lagðar. Það er mitt mat að afar vel hafi tekist til og að framtíð Framsóknarflokksins sé björt undir ferskri forystu Sigmundar D. Gunnlaugssonar sem vakið hefur von Íslendinga um nýja og sanngjarnari tíma í íslenskum stjórnmálum. Ég hef því ákveðið í samráði við fjölskyldu mín að bjóða mig fram í eitt af efstu sætum á framboðslista Framsóknarflokksins í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur fyrir komandi Alþingiskosningar. Þessi ákvörðun mín er tekin að vel yfirlögðu ráði og réði einkum tvennt því að ég ákvað að sækjast eftir þingsetu fyrir Framsóknarflokkinn. Í fyrsta lagi eru gríðarstór verkefni framundan og það er bjargföst trú mín að Framsóknarflokkurinn geti gengt lykilhlutverki við endurreisn íslensks efnahagslífs. Þar er ég tilbúinn að ljá mína krafta. Í öðru lagi hafa ýmsir einstaklingar jafnt inn flokks sem utan hvatt mig til að fara fram. Þær hvatningar réðu ekki úrslitum en höfðu vissulega áhrif. Ég mun kynna mig og helstu baráttumál betur á næstu dögum. Ég hef um nokkurt skeið tekið undir róttækar hugmyndir um að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing sem endurskoði núverandi stjórnarskrá og leggi tillögu að nýju Íslandi í dóm þjóðarinnar í formi tillögu að nýrri stjórnarskrá og stjórnskipan. Þessi tillaga var samþykkt á 900 manna flokksþingi Framsóknarflokksins. Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem ég hef unnið að innan Framsóknarflokksins og vil gjarnan fylgja eftir á þeim spennandi tímum sem framundan eru." Tengdar fréttir Magnús gefur ekki kost á sér áfram Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs í komandi alþingiskosningum. Magnús var fyrst kosinn á þing fyrir fjórtán árum og hefur meðal annars gegnt ráðherraembætti. Guðmundur Steingrímsson sem nýlega gekk í flokkinn hefur lýst því yfir að hann stefni á fyrsta sætið í kjördæmi Magnúsar. 31. janúar 2009 11:31 Guðmundur Steingrímsson fær mótframboð Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í Skagafirði, sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Því er ljóst að Guðmundur Steingrímsson sem sækist eftir fyrsta sætinu í þessu sama kjördæmi hefur fengið mótframboð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Feyki. 31. janúar 2009 12:28 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Hallur Magnússon framkvæmdarstjóri Spesíu, ráðgjafafyrirtækis, hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum Framsóknarflokksins í öðru hvoru kjördæminu. Hann segir fjölmarga hafa komið til sín undanfarið og hvatt sig til þess að fara fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halli. Það er ljóst að mikið er að gerast hjá Framsóknarflokknum um þessar mundir. Magnús Stefánsson fyrrverandi ráðherra tilkynnti fyrr í dag að hann væri hættur í pólitík og þá tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson um framboð sitt í Norðvesturkjördæmi. Yfirlýsingu Halls má sjá hér fyrir neðan: „Framundan eru spennandi tímar í íslensku samfélagi. Krafa þjóðarinnar um breytingar og beinna lýðræði er áberandi. Það er í anda þess sem ég hef lagt áherslu á í gegnum tíðina. Ég hef tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins í rúman aldarfjórðung. Grundvallarhugsjónir og stefna Framsóknarflokksins hafa gegnum tíðina fallið að hugmyndafræði minni. Ég hef hins vegar alla tíð gagnrýnt það sem mér hefur fundist ámælisvert í framkvæmd grundvallarstefnu Framsóknarflokksins og barist fyrir hugsjónum mínum og hugmyndum um betra samfélag. Á sögulegu flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í þessum mánuði var nýtt upphaf markað og nýjar línur lagðar. Það er mitt mat að afar vel hafi tekist til og að framtíð Framsóknarflokksins sé björt undir ferskri forystu Sigmundar D. Gunnlaugssonar sem vakið hefur von Íslendinga um nýja og sanngjarnari tíma í íslenskum stjórnmálum. Ég hef því ákveðið í samráði við fjölskyldu mín að bjóða mig fram í eitt af efstu sætum á framboðslista Framsóknarflokksins í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur fyrir komandi Alþingiskosningar. Þessi ákvörðun mín er tekin að vel yfirlögðu ráði og réði einkum tvennt því að ég ákvað að sækjast eftir þingsetu fyrir Framsóknarflokkinn. Í fyrsta lagi eru gríðarstór verkefni framundan og það er bjargföst trú mín að Framsóknarflokkurinn geti gengt lykilhlutverki við endurreisn íslensks efnahagslífs. Þar er ég tilbúinn að ljá mína krafta. Í öðru lagi hafa ýmsir einstaklingar jafnt inn flokks sem utan hvatt mig til að fara fram. Þær hvatningar réðu ekki úrslitum en höfðu vissulega áhrif. Ég mun kynna mig og helstu baráttumál betur á næstu dögum. Ég hef um nokkurt skeið tekið undir róttækar hugmyndir um að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing sem endurskoði núverandi stjórnarskrá og leggi tillögu að nýju Íslandi í dóm þjóðarinnar í formi tillögu að nýrri stjórnarskrá og stjórnskipan. Þessi tillaga var samþykkt á 900 manna flokksþingi Framsóknarflokksins. Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem ég hef unnið að innan Framsóknarflokksins og vil gjarnan fylgja eftir á þeim spennandi tímum sem framundan eru."
Tengdar fréttir Magnús gefur ekki kost á sér áfram Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs í komandi alþingiskosningum. Magnús var fyrst kosinn á þing fyrir fjórtán árum og hefur meðal annars gegnt ráðherraembætti. Guðmundur Steingrímsson sem nýlega gekk í flokkinn hefur lýst því yfir að hann stefni á fyrsta sætið í kjördæmi Magnúsar. 31. janúar 2009 11:31 Guðmundur Steingrímsson fær mótframboð Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í Skagafirði, sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Því er ljóst að Guðmundur Steingrímsson sem sækist eftir fyrsta sætinu í þessu sama kjördæmi hefur fengið mótframboð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Feyki. 31. janúar 2009 12:28 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Magnús gefur ekki kost á sér áfram Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs í komandi alþingiskosningum. Magnús var fyrst kosinn á þing fyrir fjórtán árum og hefur meðal annars gegnt ráðherraembætti. Guðmundur Steingrímsson sem nýlega gekk í flokkinn hefur lýst því yfir að hann stefni á fyrsta sætið í kjördæmi Magnúsar. 31. janúar 2009 11:31
Guðmundur Steingrímsson fær mótframboð Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í Skagafirði, sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Því er ljóst að Guðmundur Steingrímsson sem sækist eftir fyrsta sætinu í þessu sama kjördæmi hefur fengið mótframboð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Feyki. 31. janúar 2009 12:28