Fleiri í framboð hjá framsókn 31. janúar 2009 15:02 Hallur Magnússon Hallur Magnússon framkvæmdarstjóri Spesíu, ráðgjafafyrirtækis, hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum Framsóknarflokksins í öðru hvoru kjördæminu. Hann segir fjölmarga hafa komið til sín undanfarið og hvatt sig til þess að fara fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halli. Það er ljóst að mikið er að gerast hjá Framsóknarflokknum um þessar mundir. Magnús Stefánsson fyrrverandi ráðherra tilkynnti fyrr í dag að hann væri hættur í pólitík og þá tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson um framboð sitt í Norðvesturkjördæmi. Yfirlýsingu Halls má sjá hér fyrir neðan: „Framundan eru spennandi tímar í íslensku samfélagi. Krafa þjóðarinnar um breytingar og beinna lýðræði er áberandi. Það er í anda þess sem ég hef lagt áherslu á í gegnum tíðina. Ég hef tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins í rúman aldarfjórðung. Grundvallarhugsjónir og stefna Framsóknarflokksins hafa gegnum tíðina fallið að hugmyndafræði minni. Ég hef hins vegar alla tíð gagnrýnt það sem mér hefur fundist ámælisvert í framkvæmd grundvallarstefnu Framsóknarflokksins og barist fyrir hugsjónum mínum og hugmyndum um betra samfélag. Á sögulegu flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í þessum mánuði var nýtt upphaf markað og nýjar línur lagðar. Það er mitt mat að afar vel hafi tekist til og að framtíð Framsóknarflokksins sé björt undir ferskri forystu Sigmundar D. Gunnlaugssonar sem vakið hefur von Íslendinga um nýja og sanngjarnari tíma í íslenskum stjórnmálum. Ég hef því ákveðið í samráði við fjölskyldu mín að bjóða mig fram í eitt af efstu sætum á framboðslista Framsóknarflokksins í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur fyrir komandi Alþingiskosningar. Þessi ákvörðun mín er tekin að vel yfirlögðu ráði og réði einkum tvennt því að ég ákvað að sækjast eftir þingsetu fyrir Framsóknarflokkinn. Í fyrsta lagi eru gríðarstór verkefni framundan og það er bjargföst trú mín að Framsóknarflokkurinn geti gengt lykilhlutverki við endurreisn íslensks efnahagslífs. Þar er ég tilbúinn að ljá mína krafta. Í öðru lagi hafa ýmsir einstaklingar jafnt inn flokks sem utan hvatt mig til að fara fram. Þær hvatningar réðu ekki úrslitum en höfðu vissulega áhrif. Ég mun kynna mig og helstu baráttumál betur á næstu dögum. Ég hef um nokkurt skeið tekið undir róttækar hugmyndir um að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing sem endurskoði núverandi stjórnarskrá og leggi tillögu að nýju Íslandi í dóm þjóðarinnar í formi tillögu að nýrri stjórnarskrá og stjórnskipan. Þessi tillaga var samþykkt á 900 manna flokksþingi Framsóknarflokksins. Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem ég hef unnið að innan Framsóknarflokksins og vil gjarnan fylgja eftir á þeim spennandi tímum sem framundan eru." Tengdar fréttir Magnús gefur ekki kost á sér áfram Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs í komandi alþingiskosningum. Magnús var fyrst kosinn á þing fyrir fjórtán árum og hefur meðal annars gegnt ráðherraembætti. Guðmundur Steingrímsson sem nýlega gekk í flokkinn hefur lýst því yfir að hann stefni á fyrsta sætið í kjördæmi Magnúsar. 31. janúar 2009 11:31 Guðmundur Steingrímsson fær mótframboð Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í Skagafirði, sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Því er ljóst að Guðmundur Steingrímsson sem sækist eftir fyrsta sætinu í þessu sama kjördæmi hefur fengið mótframboð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Feyki. 31. janúar 2009 12:28 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Hallur Magnússon framkvæmdarstjóri Spesíu, ráðgjafafyrirtækis, hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum Framsóknarflokksins í öðru hvoru kjördæminu. Hann segir fjölmarga hafa komið til sín undanfarið og hvatt sig til þess að fara fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halli. Það er ljóst að mikið er að gerast hjá Framsóknarflokknum um þessar mundir. Magnús Stefánsson fyrrverandi ráðherra tilkynnti fyrr í dag að hann væri hættur í pólitík og þá tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson um framboð sitt í Norðvesturkjördæmi. Yfirlýsingu Halls má sjá hér fyrir neðan: „Framundan eru spennandi tímar í íslensku samfélagi. Krafa þjóðarinnar um breytingar og beinna lýðræði er áberandi. Það er í anda þess sem ég hef lagt áherslu á í gegnum tíðina. Ég hef tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins í rúman aldarfjórðung. Grundvallarhugsjónir og stefna Framsóknarflokksins hafa gegnum tíðina fallið að hugmyndafræði minni. Ég hef hins vegar alla tíð gagnrýnt það sem mér hefur fundist ámælisvert í framkvæmd grundvallarstefnu Framsóknarflokksins og barist fyrir hugsjónum mínum og hugmyndum um betra samfélag. Á sögulegu flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í þessum mánuði var nýtt upphaf markað og nýjar línur lagðar. Það er mitt mat að afar vel hafi tekist til og að framtíð Framsóknarflokksins sé björt undir ferskri forystu Sigmundar D. Gunnlaugssonar sem vakið hefur von Íslendinga um nýja og sanngjarnari tíma í íslenskum stjórnmálum. Ég hef því ákveðið í samráði við fjölskyldu mín að bjóða mig fram í eitt af efstu sætum á framboðslista Framsóknarflokksins í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur fyrir komandi Alþingiskosningar. Þessi ákvörðun mín er tekin að vel yfirlögðu ráði og réði einkum tvennt því að ég ákvað að sækjast eftir þingsetu fyrir Framsóknarflokkinn. Í fyrsta lagi eru gríðarstór verkefni framundan og það er bjargföst trú mín að Framsóknarflokkurinn geti gengt lykilhlutverki við endurreisn íslensks efnahagslífs. Þar er ég tilbúinn að ljá mína krafta. Í öðru lagi hafa ýmsir einstaklingar jafnt inn flokks sem utan hvatt mig til að fara fram. Þær hvatningar réðu ekki úrslitum en höfðu vissulega áhrif. Ég mun kynna mig og helstu baráttumál betur á næstu dögum. Ég hef um nokkurt skeið tekið undir róttækar hugmyndir um að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing sem endurskoði núverandi stjórnarskrá og leggi tillögu að nýju Íslandi í dóm þjóðarinnar í formi tillögu að nýrri stjórnarskrá og stjórnskipan. Þessi tillaga var samþykkt á 900 manna flokksþingi Framsóknarflokksins. Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem ég hef unnið að innan Framsóknarflokksins og vil gjarnan fylgja eftir á þeim spennandi tímum sem framundan eru."
Tengdar fréttir Magnús gefur ekki kost á sér áfram Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs í komandi alþingiskosningum. Magnús var fyrst kosinn á þing fyrir fjórtán árum og hefur meðal annars gegnt ráðherraembætti. Guðmundur Steingrímsson sem nýlega gekk í flokkinn hefur lýst því yfir að hann stefni á fyrsta sætið í kjördæmi Magnúsar. 31. janúar 2009 11:31 Guðmundur Steingrímsson fær mótframboð Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í Skagafirði, sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Því er ljóst að Guðmundur Steingrímsson sem sækist eftir fyrsta sætinu í þessu sama kjördæmi hefur fengið mótframboð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Feyki. 31. janúar 2009 12:28 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Magnús gefur ekki kost á sér áfram Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs í komandi alþingiskosningum. Magnús var fyrst kosinn á þing fyrir fjórtán árum og hefur meðal annars gegnt ráðherraembætti. Guðmundur Steingrímsson sem nýlega gekk í flokkinn hefur lýst því yfir að hann stefni á fyrsta sætið í kjördæmi Magnúsar. 31. janúar 2009 11:31
Guðmundur Steingrímsson fær mótframboð Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í Skagafirði, sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Því er ljóst að Guðmundur Steingrímsson sem sækist eftir fyrsta sætinu í þessu sama kjördæmi hefur fengið mótframboð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Feyki. 31. janúar 2009 12:28