Erlent

Styttist í að rafhlöður flugritanna tæmist

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hluti af stéli þotunnar flutt í land i Brasilíu.
Hluti af stéli þotunnar flutt í land i Brasilíu. MYND/AFP/Getty Images

Tíminn til að finna flugrita farþegaþotu Air France sem fórst fyrir tæpum mánuði fer nú að verða naumur. Áætlað er að flak þotunnar liggi á 4.500 metra dýpi innan um neðansjávarfjöll svo örðugt er að komast að því. Að jafnaði endast rafhlöður flugrita í 30 daga en með orku frá þeim senda flugritarnir frá sér merki sem gera leitarmönnum kleift að finna þá. Bandaríski sjóherinn hefur nú lánað mjög háþróaðan leitarbúnað til að finna flugrita í sjó og getur sá búnaður leitað á allt að 6.100 metra dýpi. CNN hefur eftir framleiðandanum að allir flugritar sem leitað hefur verið að með búnaðinum fram að þessu hafi fundist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×