Lífið

Nýfæddur kópur í Húsdýragarðinum - myndir

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar
Kópurinn nýfæddi og Unnur Sigurþórsdóttir.
Kópurinn nýfæddi og Unnur Sigurþórsdóttir.

Það ríkir mikil gleði í Húsdýragarðinum þessa dagana, sem endranær. Það sem gleður þó starfsfólk garðsins, sem og gesti og gangandi sérstaklega, er nýr íbúi. Langselsurtan Esja kæpti nefnilega sprækum kópi í gær.

„Hann er bara rosalega duglegur," segir Unnur Sigurþórsdóttir, Deildarstjóri fræðsludeildar Húsdýragarðsins um kópinn. „Hann fylgir mömmu sinni vel og er duglegur að drekka."

Esja ver kópinn vel. Svo vel að starfsmenn garðsins hafa ekki enn komist að honum til að kanna hvers kyns hann er. Þess vegna hefur hann ekki enn hlotið nafn.

Unnur vonast til þess að aðsóknin í garðinn aukist við fæðingu kópsins. „Það er ekki á hverjum degi sem það kæpir urta í húsdýragarðinu. Hann er algert krútt."

Þrír aðrir selir eru í húsdýragarðinum. Það eru urturnar Særún og Kobba en von er á að þær kæpi á næstunni. Einnig er þar selurinn Snorri, faðir kópsins nýfædda. „Hann skiptir sér ekkert af þessu. Treystir mömmunni bara fyrir þessu," segir Unnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.