Erlent

Vonir Blair dvína

Vonir Tonys Blair fyrrverandi forsætisráðherra Breta um að verða fyrsti forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins fara nú dvínandi. Leiðtogar sambandsins hittust í gær og á fundinum stuðningsmönnum Blairs ekki að tryggja nægilegan stuðning við hugmyndina.

Evrópskir sósíalistar munu ekki vera íkja hrifnir af því að tilnefna Blair í embættið. Leiðtogarnir urðu hins vegar ásáttir um að skipa þriggja manna nefnd um málið og í nefndinni er meðal austurríski kanslarinn Werner Faymann, sem þegar hefur lýst yfir efasemdum sínum um að Blair sé rétti maðurinn í starfið.

Í heimalandi Blairs eru menn ekki heldur á eitt sáttir um hugmyndina og hafa Íhaldsmenn og Frjálslyndir demókratar lýst því yfir að þeir muni berjast gegn tillögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×