Sport

Heimamenn úr leik á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eniola Aluko var hetja Englendinga í dag.
Eniola Aluko var hetja Englendinga í dag. Nordic Photos / Getty Images

Finnar töpuðu í dag fyrir Englendingum í fyrsta leik fjórðungsúrslitanna á EM í Finnlandi, 3-2. Englendingar eru þar með komnir í undanúrslit mótsins.

Eniola Aluko skoraði fyrsta mark Englands á fimmtándu mínútu leiksins og Fara Williams bætti við öðru snemma í síðari hálfleik.

Heimamenn náðu að minnka muninn á 67. mínútu en varamaðurinn Annica Sjölund var þar að verki.

Englendingar tóku miðju og barst boltinn strax á Aluko. Hún brunaði fram völlinn, fór illa með varnarmenn Finna og skoraði með laglegu skoti.

Finnar náðu að svara með öðru marki skömmu síðar er Linda Sällström skoraði með skalla en nær komst liðið ekki þó svo að Englendingar hafi bjargað á línu á lokamínútum leiksins.

Síðar í dag eigast við Hollendingar og Frakkar í síðari leik dagsins í fjórðungsúrslitunum. Þau klárast svo á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×