Lífið

Tarantino í efsta sætið

inglorious basterds
Brad Pitt fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Tarantino.
inglorious basterds Brad Pitt fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Tarantino.

Stríðsmynd Quentins Tarantino, Inglorious Basterds, fór beint í efsta sæti aðsóknarlistans vestanhafs um síðustu helgi. Tekjur myndarinnar námu rúmum 36 milljónum dollara, eða um 4,6 milljörðum króna, og tók hún þar með efsta sætið af geimverumyndinni District 9.

Þetta eru bestu viðtökur við nokkurri mynd Tarantinos á ferli hans og sló myndin met Kill Bill 2 frá árinu 2004.

Þetta góða gengi kemur sér einnig vel fyrir framleiðendurna Harvey og Bob Weinstein sem hafa lítið grætt á myndum sínum síðan þeir stofnuðu nýtt fyrirtæki árið 2005.

Áður höfðu þeir þénað stórvel á myndum á borð við Shakespeare In Love, Chicago og Tarantino-myndinni Pulp Fiction.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.