Enski boltinn

Robben orðaður við Liverpool

Nordic Photos/Getty Images

Spænsku blöðin AS og Marca halda því bæði fram að Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hafi mikinn hug á að kaupa hollenska vængmanninn Arjen Robben frá Real Madrid í sumar.

Robben var áður hjá Chelsea en hefur átt í vandræðum með meiðsli lengst af síðan hann gekk í raðir Real. Hann hefur hinsvegar verið frískur með liðinu í vetur og hefur gegnt stóru hlutverki á góðum spretti liðsins í deildinni að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×