Lífið

Bókhneigður innbrotsþjófur

egill örn Eftir sumarfögnuð í húsakynnum Forlagsins mætti menningarsinnaður innbrotsþjófur í svo annarlegu ástandi að lögreglan hélt að hann væri finnskur.fréttablaðið/arnþór
egill örn Eftir sumarfögnuð í húsakynnum Forlagsins mætti menningarsinnaður innbrotsþjófur í svo annarlegu ástandi að lögreglan hélt að hann væri finnskur.fréttablaðið/arnþór

„Já, það er rétt. Það var brotist inn aðfaranótt sunnudags," segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins.

Hann hlýtur að hafa verið menningarlega þenkjandi maðurinn sem braust inn í bókaútgáfuna Forlagið snemma að morgni sunnudags. Egill telur líklegt að hann hafi viljað ná sér í spennandi bók um hrunið eða góða kilju fyrir háttinn.

En þegar þjófavarnakerfið gall við þá lét hann sig hverfa og var svo gripinn af lögreglu, sem brást skjótt við, fljótlega í kjölfarið. Var hann þá tómhentur og Egill saknar einskis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var maðurinn í svo annarlegu ástandi að fyrst eftir að lögreglan hafði hendur í hári hans stóð hún í þeirri meiningu að innbrotsþjófurinn væri finnskur.

„Þetta gerðist í kjölfar mikillar sumargleði Forlagsins sem var hér á laugardagskvöld. Gleðin var mikil. Höfundum var boðið og héldu menn fyrst að einhver hefði snúið til baka til að halda gleðinni áfram," segir Egill Örn furðu léttur í bragði miðað við að hafa orðið fyrir því, í hinu rólega hverfi þar sem Forlagið er við Bræðraborgarstíg, að fá í heimsókn þennan óboðna gest.- jbg
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.