Erlent

Fyrsta dauðsfallið í Brasilíu vegna svínaflensunnar

Mynd/AP
Fyrsta dauðsfallið vegna svínaflensunnar í Brasilíu hefur verið staðfest en karlmaður á sextugsaldri lést vegna flensunnar í dag. Hann greindist með fyrstu einkenni um miðjan júní eftir að hafa heimsótt Argentínu. Í framhaldinu var hann lagður inn á sjúkrahús.

Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu ráðleggja hafa ráðlagt íbúum landsins frá ferðalögum til Chile og Argentínu.

627 hafa verið greindir með svínaflensu í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×