Lífið

Nýr liðsmaður Esju

Englendingurinn Smutty Smiff hefur gengið til liðs við Krumma og Daníel Ágúst í Esju.fréttablaðið/vilhelm
Englendingurinn Smutty Smiff hefur gengið til liðs við Krumma og Daníel Ágúst í Esju.fréttablaðið/vilhelm

Englendingurinn Smutty Smiff, fyrrverandi meðlimur rokkabillísveitarinnar The Rockats sem var vinsæl á áttunda áratugnum, hefur gengið til liðs við hljómsveitina Esju.

„Hann er lifandi goðsögn,“ segir Krummi úr Esju. „Þetta er meiriháttar heiður. Ég vissi hver hann var áður en ég kynntist honum. Hann á íslenska konu og íslenskan strák og þetta voru bara fáránleg örlög og tilviljun að kynnast honum.“

Smutty er kontrabassaleikari og tók hann vel í að ganga til liðs við Esju þegar haft var samband við hann. „Hann fílaði hljómsveitina svo vel. Við höfum aldrei verið með bassaleikara þannig að við ákváðum að fá hann í sveitina.“

Næstu tónleikar Esju með Smutty innanborðs verða á Sódómu Reykjavík á föstudagskvöld klukkan 23. Miðaverð er 1.000 krónur og hljómsveitin Tenderfoot hitar upp. „Við ætlum að spila nýtt efni og ég vonast til að allir komi og skemmti sér vel með okkur,“ segir Krummi. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.