Innlent

Íslenskar stúlkur handteknar í Englandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar, voru handteknar í Northampton í Englandi á miðvikudagskvöld eftir að leitað hafði verið að þeim í fjóra daga. Leit að þeim hófst eftir að faðir annarrar stúlkunnar hafði haft samband við lögregluna og lýst yfir áhyggjum sínum af öryggi þeirra.

Samkvæmt frásögn á vefnum Northampton Chronicle and Echo var stúlkunum ekið á lögreglustöð, um leið og þær fundust, þar sem rætt var við þær. Á þeim tíma vissu lögreglumenn ekkert um það af hvaða ástæðum þær væru í Englandi, hversu lengi þær höfðu verið eða hvað hefði komið fyrir þær.

Samkvæmt frásögn fréttavefjarins kom síðar í ljós að stúlknanna hafði verið leitað víða í tengslum við fjölda alvarlegra brota. Þær voru þá handteknar og fluttar á lögreglustöðina á Campell torgi þar sem þær voru yfirheyrðar.

Lögreglan rannsakar nú málið og vill komast til botns í því hvað stúlkurnar voru að gera í Englandi. Af því tilefni hafa tveir lögreglumenn verið sendir til Íslands til að ræða við fjölskyldur stúlknanna, samkvæmt frásögn Northampton Chronicle and Echo.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×