Lífið

Íslendingur pólskur meistari í latin dönsum

Ásta og Przemek
Ásta og Przemek

Um síðustu helgi var haldiðí Lublin í Póllandi meistaramótið í samkvæmisdönsum, í flokki ungmenna og fullorðinna. Mikil stemning var í troðfullri íþróttahöllinni.

Í latin dönsum flokki fullorðinna tóku þátt 78 pör og er skemmst frá því að segja að titilinn tryggðu sér Ásta Sigvaldadóttir og Przemek Lowicki,

Przemek og Ásta hafa dansað saman í tæplega 2 ár og hafa þau náð saman frábærum árangri.

Árið 2008 urðu Ásta og Przemek Íslandsmeistarar, en þau kepptu fyrir Íslands hönd sitt fyrsta ár.

Til gamans má geta þess að Ásta á einnig í farteskinu 6 Danmekurmeistaratitla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.