Fótbolti

McFadden missir líklega af leiknum gegn Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
McFadden í leik með skoska landsliðinu.
McFadden í leik með skoska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

James McFadden, leikmaður Birmingham og skoska landsliðsins, verður frá næstu tvo mánuðina og er talið hæpið að hann verði orðinn klár fyrir leiki Skotlands gegn Hollandi og Íslandi í undankeppni HM 2010.

Skotland leikur gegn Hollandi á útivelli þann 28. mars næstkomandi og tekur svo á móti íslenska landsliðinu þann 1. apríl.

„Takmarkið er að hann verði orðinn klár eftir átta vikur," sagði Alex McLeish, stjóri Birmingham, á heimasíðu félagsins en McFadden er meiddur á hné. „Hann þarf sem betur fer ekki að fara í aðgerð," bætti hann við en fimm leikmenn liðsins hafa þurft að fara í aðgerðir vegna meiðsla síðan að tímabilið hófst.

Hollendingar eru með fimm stiga forystu á toppi riðilsins með níu stig en bæði Ísland og Skotland eru með fjögur. Ísland hefur þó leikið einum leik meira en hin liðin tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×