Erlent

Peres útskrifaður af sjúkrahúsi

Símon Perers og Yasser Arafat.
Símon Perers og Yasser Arafat.

Símon Peres forseti Ísraels var útskrifaður af sjúkhúsi í dag. Hann missti meðvitund við móttökuathöfn í gær en fyrstu fréttir hermdu að forsetinn hefði þvertekið eftir að hann komst til meðvitundar að vera færður á sjúkrahús.

Símon Peres er 86 ára gamall. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt þeim Yasser Arafat og Yitzhak Rabin fyrir þátt sinn að Oslóarsamningnum um frið í Miðausturlöndum. Þeir Arafat og Rabin eru báðir látnir og friður í Miðausturlöndum lætur enn á sér standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×