Lífið

Heiðra Lennon á NASA í kvöld

Stefán, Ingó, Helgi og Krummi eru á meðal fjölda manns sem heiðra Lennon á Nasa í kvöld.
Stefán, Ingó, Helgi og Krummi eru á meðal fjölda manns sem heiðra Lennon á Nasa í kvöld.

Stórtónleikar verða haldnir til heiðurs John Lennon á NASA í kvöld klukkan 21.00.

Einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara stígur á svið og verða tónleikarnir tvískiptir.

Fyrir hlé verða flutt níu Lennonlög frá Bítlaárunum 1963-1969 og eftir hlé verða flutt önnur níu Lennonlög frá New York tímabilinu 1970-1980.

Níu söngvarar koma fram: Björgvin Halldórs, Daníel Ágúst, Egill Ólafs, Haukur Heiðar jr., Helgi Björns, Ingó, Jóhann Helga, Krummi og Stefán Hilmars. Bandið verður ekki af verri endanum. Á hljómborð verður Magnús Kjartansson, Villi Guðjóns og Jón Elvar Hafsteins á gítara, Jón Ólafsson á bassa og Ásgeir Óskarsson á trommur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.