Innlent

Tankarnir komnir til Vopnafjarðar

Tankarnir við brottför frá Reykjavík.
Tankarnir við brottför frá Reykjavík.

Norski flutningapramminn, sem flutti tíu mjölgeyma HB Granda úr Örfirisey í Reykjavík, kom til nýrrar heimahafnar geymanna í Vopnafirði í gærkvöldi. Siglingin tók aðeins þrjá sólarhringa og hefði ekki getað viðrað betur á leiðangurinn, að sögn skipstjórans á dráttarbátnum, sem dró prammann. Hafist verður handa við að hífa geymana, sem eru 22 metrar á hæð, upp á nýjar undirstöður við fiskimjölsverksmiðjuna á Vopnafirði í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×