Innlent

Tvísýnt um ESB atkvæðagreiðsluna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúli Helgason býst við því að atkvæðagreiðslan um ESB þingsályktunartillöguna verði tvísýn.
Skúli Helgason býst við því að atkvæðagreiðslan um ESB þingsályktunartillöguna verði tvísýn.
Atkvæðagreiðslan um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðild að ESB verður tvísýn, að mati Skúla Helgasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Skúli vonast til að málinu ljúki í þinginu í dag.

„Þetta er eitthvað það besta sem við getum gert til að gefa þjóðinni einhverja framtíðarsýn. Ég hef ennþá það mikla trú á kollegum mínum hér í þinginu að ég vona að menn hafi hagsmuni heildarinnar í huga þegar þeir greiða atkvæði," segir Skúli sem býst við viðburðarríkum degi í þinginu.

Skúli telur þó fullsnemmt að hefja undirbúning að veisluhöldum í kvöld, en heyrst hefur að ESB sinnar stefni að gleðskap á Ölstofunni á Vegamótastíg.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×