Fráleitt að ráðherra hafi afþakkað milljarða 9. október 2009 15:11 Svandís Svavarsdóttir. Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. „Ísland sé þegar aðili að viðskiptakerfi ESB og frá og með 1. janúar 2013 mun nærri helmingur losunar Íslands falla undir það samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, þar á meðal öll losun frá stóriðju," segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Það liggur því fyrir að stóriðja á Íslandi á að búa við sömu skilyrði og stóriðja annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu." „Það þýðir að færa verður losunarheimildir íslenskra stóriðjufyrirtækja úr undanþáguákvæði í Kýótó-bókuninni yfir í evrópska viðskiptakerfið, en ekki að Kýótó-heimildir Íslands falli niður," segir ennfremur og er því bætt við að Ísland eigi nú í viðræðum við ESB um tæknilega útfærslu á þessum flutningi. Ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki „Flutningur losunarheimilda íslenskra stóriðjufyrirtækja úr núverandi undanþáguákvæði yfir í evrópska viðskiptakerfið mun ekki hafa neinn kostnað í för með sér. Niðurfelling íslenska ákvæðisins samhliða niðurstöðu um flutning heimilda mun hins vegar opna ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, sem gætu þá óhindrað tekið þátt í viðskiptakerfi ESB, þar sem loftslagsvæn fyrirtæki standa betur að vígi en hin," segir einnig. Ákvörðun 14/CP.7, eða íslenska ákvæðið svokallaða, kemur hins vegar í veg fyrir að Ísland geti selt losunarheimildir. „Þannig er um mikilvægt framfaraskref að ræða fyrir ímynd Íslands, íslenskt atvinnulíf og stöðu umhverfismála," segir að lokum. Tengdar fréttir Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9. október 2009 10:33 Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9. október 2009 14:43 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. „Ísland sé þegar aðili að viðskiptakerfi ESB og frá og með 1. janúar 2013 mun nærri helmingur losunar Íslands falla undir það samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, þar á meðal öll losun frá stóriðju," segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Það liggur því fyrir að stóriðja á Íslandi á að búa við sömu skilyrði og stóriðja annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu." „Það þýðir að færa verður losunarheimildir íslenskra stóriðjufyrirtækja úr undanþáguákvæði í Kýótó-bókuninni yfir í evrópska viðskiptakerfið, en ekki að Kýótó-heimildir Íslands falli niður," segir ennfremur og er því bætt við að Ísland eigi nú í viðræðum við ESB um tæknilega útfærslu á þessum flutningi. Ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki „Flutningur losunarheimilda íslenskra stóriðjufyrirtækja úr núverandi undanþáguákvæði yfir í evrópska viðskiptakerfið mun ekki hafa neinn kostnað í för með sér. Niðurfelling íslenska ákvæðisins samhliða niðurstöðu um flutning heimilda mun hins vegar opna ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, sem gætu þá óhindrað tekið þátt í viðskiptakerfi ESB, þar sem loftslagsvæn fyrirtæki standa betur að vígi en hin," segir einnig. Ákvörðun 14/CP.7, eða íslenska ákvæðið svokallaða, kemur hins vegar í veg fyrir að Ísland geti selt losunarheimildir. „Þannig er um mikilvægt framfaraskref að ræða fyrir ímynd Íslands, íslenskt atvinnulíf og stöðu umhverfismála," segir að lokum.
Tengdar fréttir Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9. október 2009 10:33 Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9. október 2009 14:43 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9. október 2009 10:33
Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9. október 2009 14:43