Lífið

Tekur Svía framyfir Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Guðrún mun vafalítið bræða hjörtu Svíanna líkt og Íslendinga.
Jóhanna Guðrún mun vafalítið bræða hjörtu Svíanna líkt og Íslendinga.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Evróvisionstjarna er á leið til Svíþjóðar til fundarhalda og samningaviðræðna ásamt umboðskonu sinni, Maríu Björk Sverrisdóttur.

Jóhanna Guðrún mun því fresta tónleikum sem áttu að fara fram í Laugardalshöll til haustsins. Fram kemur í tilkynningu til fjölmiðla vegna málsins að í kjölfar frækinnar frammistöðu Jóhönnu Guðrúnar í Eurovision söngvakeppninni í Moskvu hafi mörg stærstu hljómplötufyrirtæki og umboðsskrifstofur heims lýst yfir áhuga á samstarfi.

Aðstandendur tónleikanna benda á að þeir sem þegar hafi keypt miða á tónleikana geti geymt þá til haustsins eða fengið endurgreidda með því að hafa samband við Midi.is. Jóhönnu Guðrúnu og aðstandendum tónleikanna þykii leitt að þurfa að fresta tónleikunum nú en vonist til að sjá sem flesta

í Laugardalshöllinni í haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.