Lífið

Dj-veisla á Nasa

stuð á nasa Alls munu þrettán erlendir plötusnúðar þeyta skífum á Nasa á föstudagskvöld.
stuð á nasa Alls munu þrettán erlendir plötusnúðar þeyta skífum á Nasa á föstudagskvöld.

Þrettán erlendir plötusnúðar og einn íslenskur þeyta skífum á Nasa á föstudaginn. Á meðal þeirra eru Skream, Kanio, Equalizers og Solarity.

Allir plötusnúðarnir spiluðu nýverið á Glastonbury-hátíðinni á Englandi og vöktu þar mikla lukku. Þeir eru hluti af DO-ONE sem er einn heitasti raftónlistarhópurinn í London um þessar mundir og er mjög framarlega í klúbbasenunni þar í borg. Hópurinn er einnig hluti af samtökunum ATG (Ahead of the Game).

„Þetta eru langstærstu erlendu Dj-tónleikarnir á Íslandi. Ég held að það hafi aldrei verið jafnmikið af plötusnúðum á einu kvöldi," segir skipuleggjandinn Friðrik Ólafsson, sem hefur undirbúið atburðinn síðastliðna fjóra til fimm mánuði, í samstarfi við ATG.

„Það verður opið frá klukkan níu um kvöldið og þeir ætla að keyra á fullu til sex um morguninn á báðum hæðum," segir hann og lofar brjálaðri stemningu. Miðasala á tónleikana fer fram á Midi.is og í Skífunni. Forsöluverð er 2.500 kr en miðaverð við hurð verður 3.000 kr. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.