Enski boltinn

Roberts tryggði Blackburn sigur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jason Roberts fagnar hér sigurmarkinu.
Jason Roberts fagnar hér sigurmarkinu. Nordic Photos/Getty Images

Jason Roberts tryggði Blackburn þrjú gríðarlega mikilvæg stig í kvöld er liðið lagði Fulham, 2-1. Þetta var eini leikur kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Clint Dempsey kom Fulham yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik en El Hadji Diouf og Jason Roberts skoruðu fyrir Blackburn í síðari hálfleik.

Blackburn komst með sigrinum upp í 15. sæti deildarinnar með 30 stig en Fulham er í því tíunda með 34 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×